Hoppa yfir valmynd
16. maí 2011 Innviðaráðuneytið

Opið upp á gátt hjá ríki og sveitarfélögum

Ráðstefna UT-dagsins 2011 var haldin 25. maí á Hótel Hilton Nordica

Á ráðstefnunni sem var haldin í tilefni af degi upplýsingatækninnar var athyglinni beint að vefgáttum opinberra aðila.

Yfirmaður Borger.dk, sem er þjónustuvefur danskra ríkisstofnana og sveitarfélaga, ætlaði að koma og segja frá þróun vefsins og framtíðaráformum Dana um netþjónustu. Vegna ösku frá gosinu í Grímsvötnum komast hann ekki til landsins.

Á ráðstefnunni var sagt frá nýjungum og breytingum á Ísland.is, en verkefnið fluttist til Þjóðskrár Íslands um síðustu áramót. Opnuð var ný Menntagátt, sagt frá framsæknum verkefnum hjá Hafnarfjarðarbæ og Reykjavíkurborg, fjallað var um tæknina bak við tjöldin og kynnt áform um aukna samvinnu ríkis og sveitarfélaga um opinberar vefgáttir.

Að ráðstefnunni stóðu forsætisráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Skýrslutæknifélag Íslands.

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga eru hljóðupptökur af öllum fyrirlestrunum.

Ráðstefnustjóri var Arnar Þór Másson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu

Undirbúningsnefnd: Guðbjörg Sigurðardóttir – forsætisráðuneytinu, Anna G. Björnsdóttir – Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Arnheiður Guðmundsdóttir – Skýrslutæknifélaginu, Guðfinna B. Kristjánsdóttir – Garðabæ, Halla Björg Baldursdóttir – Þjóðskrá Íslands, Hermann Ólason – Tryggingastofnun, Hjörtur Grétarsson – Reykjavíkurborg

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum