Hoppa yfir valmynd
7. júní 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2011

  • Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur tekið ákvörðun um úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2011 í samræmi við tillögur stjórnar sjóðsins. Auglýst var eftir umsóknum í janúar síðastliðnum og var umsóknarfrestur til 12. febrúar. Alls bárust umsóknir um framlög til 35 verkefna. Framlög verða veitt til 17 verkefna víðs vegar um landið, samtals tæplega 335 milljónir króna. Öll miða verkefnin að því að bæta aðbúnað aldraðra. Hæstu framlög til einstakra verkefna eru til byggingar þjónustumiðstöðvar og dagvistunar við nýtt hjúkrunarheimili í Sjálandi í Garðabæ, allt að 109 milljónir króna og allt að 88 milljóna króna framlag til að byggja átta rýma heilabilunardeild á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu.

    Vert er að vekja sérstaka athygli á því að ný reglugerð um Framkvæmdasjóðinn tók gildi um áramótin en sjóðurinn starfar samkvæmt reglugerð nr. 1/2011 og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999.
  • Úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra í maí 2011
  • Yfirlit um úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra á árunum 2000 - 2010

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum