Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Hækkun bóta og eingreiðslur greiddar 43.000 lífeyrisþegum í dag

Tryggingastofnun ríkisins greiddi í dag út hækkun á lífeyri og tengdum greiðslum til lífeyrisþega, ásamt eingreiðslu til samræmis við kjarabætur sem samið var um í kjarasamningum. Greiðslurnar tóku til um 43.000 lífeyrisþega. 

Hækkanir lífeyris og tengdra greiðslna nema 8,1% og lífeyrisþegar með full lífeyrisréttindi fengu 50.000 króna eingreiðslu. Sú breyting hefur verið gerð að uppbót vegna reksturs á bíl (bensínstyrkur) skerðir ekki lengur lágmarkstryggingu lífeyris líkt og áður.

Á heimasíðu Tryggingastofnunar eru nánari upplýsingar um hækkanirnar, hvernig staðið er að útreikningi lífeyris og tengdra bóta og tafla sem sýnir fjárhæðir einstakra bótaflokka. Þar er einnig aðgengileg reiknivél þar sem lífeyrisþegar geta reiknað út greiðslur lífeyris.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira