Hoppa yfir valmynd
15. júní 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Minnsta atvinnuleysi í maí síðan fyrir hrun

Atvinnuleysi mældist 7,4% í maí síðastliðnum samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar og hefur ekki mælst minna í maímánuði frá því fyrir hrun árið 2008. Atvinnuleysi dróst saman frá fyrra mánuði í öllum landshlutum og fækkað hefur í hópi langtímaatvinnulausra. 

Í maí 2009 mældist atvinnuleysi 8,3% og 8,7% í maí 2009 en er nú 7,4%.

Atvinnuleysið í maí jafngildir því að um 12.550 manns hafi verið án atvinnu og hafði þeim þá fækkað um rúmlega 700 frá því í apríl. Atvinnuleysi er 7,7% hjá körlum en 7,1% hjá konum.

Í maí voru um 7.990 manns sem skráðir höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og hafði fækkað um 355 í þeim hópi frá því í apríl. Þeir sem hafa verið án atvinnu lengur en í eitt ár eru nú 4.725 og fækkaði um 75 frá fyrra mánuði.

Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysi haldi áfram að minnka í júní, meðal annars vegna árstíðabundinna áhrifa og verði á bilinu 6,7–7,1%.

 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum