Hoppa yfir valmynd
24. ágúst 2011 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra heimsótti Fangelsismálastofnun og Hæstarétt

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti í dag Fangelsismálastofnun og Hæstarétt ásamt nokkrum fulltrúum innanríkisráðuneytisins. Tóku forráðamenn þeirra á móti ráðherra og fylgdarliði og kynntu starfsemina.

Innanríkisráðherra heimsótti Fangelsismálastofnun
Innanríkisráðherra heimsótti Fangelsismálastofnun

Í Fangelsismálastofnun, sem er til húsa við Borgartún 7 í Reykjavík, tók Páll E. Vinkel forstjóri á móti ráðherra og kynnti starfsfólk sitt fyrir honum. Fór forstjórinn síðan yfir helstu þætti í starfi stofnunarinnar. Kom meðal annars fram í máli hans að mjög hefur fjölgað þeim sem bíða afplánunar á síðustu fjórum til fimm árum. Því var fagnað meðal starfsfólks stofnunarinnar að ríkisstjórnin hefði ákveðið að hefja undirbúning að byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði.

Innanríkisráðherra heimsótti Fangelsismálastofnun

Eftir heimsókn í Fangelsismálastofnun var litið við í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg en starfsemi þar verður lögð niður þegar ný fangelsisbygging hefur risið.

Innanríkisráðherra heimsótti HæstaréttForseti Hæstaréttar, Ingibjörg Benediktsdóttir, tók á móti ráðherra ásamt Þorsteini M. Jónssyni skrifstofustjóra. Fóru þau með ráðherra í dómsali og vinnuaðstöðu dómara og starfsfólks. Dómurum Hæstaréttar verður fjölgað tímabundið frá og með 1. september næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum