Hoppa yfir valmynd
15. september 2011 Matvælaráðuneytið

Skýrsla um meðferð strandveiðiafla 2011

tn_strandveidi_gaedi
tn_strandveidi_gaedi

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í dag skýrslu Matís um gæði strandveiðiafla 2011. Jónas R. Viðarsson fagstjóri hjá Matís fylgdi skýrslunni úr hlaði.

Niðurstöður skýrslunnar sýna framför í meðferð og kælingu afla strandveiðibáta. Skýrsluhöfundar telja að strandveiðiflotinn standist í þeim efnum samanburð við hina hefðbundnu dagróðrabáta.

Þá er blóðgun strandveiðiafla talin fullnægjandi að mati kaupenda. Það að aflinn er með góðu lífsmarki þegar hann kemur um borð stuðlar að því að fiskurinn blóðtæmir sig vel.

Aftur á móti er stærðarflokkun strandveiðiaflans ófullnægjandi, talsvert er um hringorm og þaraþyrskling í afla sem dreginn er svo nærri landi og bæta má verulega úr röðun og frágangi í ker hjá strandveiðibátum og sama gildir um aðra dagróðrabáta.

Skýrsluhöfundar benda á að setja þarf skýrari reglur um slægingu strandveiðiafla og leggja áherslu á bætta meðferð með aukinni fræðslu, að bannað verði að fara íslaus á sjó og að áfram verði lögð áhersla á mælingar og eftirlit.

Auk Matís komu að gerð skýrslunnar Fiskistofa, Matvælastofnun og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

tn_strandveidi_gaedi

Myndatexti. f.v. Örn Sævar Holm deildarstjóri hjá Fiskistofu, Þórhallur Ottesen sérfræðingur hjá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Guðjón Gunnarsson sérfræðingur hjá MAST og Jónas R. Viðarsson fagstjóri hjá Matís. Auk þeirra voru meðal höfunda Sveinn Margeirsson forstjóri Matís, Guðjón Gunnarsson sérfræðingur hjá MAST og Sigurjón Arason yfirverkfræðingur hjá Matís.

Sjá nánar, skýrsluna í heild 26_11_gaedi_strandveidiafla

tn_strandveidi_gaedi
tn_strandveidi_gaedi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum