Hoppa yfir valmynd
19. september 2011 Matvælaráðuneytið

Hátíðarhöld í Hrífudal í tilefni af því 50 ár eru liðin frá því að styttan af Ingólfi Arnarsyni var afhjúpuð.

Á myndinni er Katrín ásamt frú Aud Kari Steinsland, oddvita Askvoll, Gunnari Pálssyni sendiherra Íslands í Noregi og Ingólfi Arnarsyni, fyrsta landnámsmanninum.
Á myndinni er Katrín ásamt frú Aud Kari Steinsland, oddvita Askvoll, Gunnari Pálssyni sendiherra Íslands í Noregi og Ingólfi Arnarsyni, fyrsta landnámsmanninum.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra flutti ræðu í Hrífudal um helgina þegar haldið var upp á 50 ára afmæli styttunnar af Ingólfi sem var gjöf Íslendinga til Norðmanna. Styttan stendur á fögrum útsýnisstað í dalnum en Ingólfur var gildur bóndi í Hrífudal allt þar til hann lagði í ferðina afdrifaríku til Íslands.

Styttan af Ingólfi er systurstytta þeirrar sem stendur á Arnarhóli og horfir sú norska út fjörðinn í vesturátt til Íslands. Fjöldi manns var við athöfnina og þar af þó nokkrir sem einnig höfðu verið við afhjúpunina fyrir 50 árum.

Á standi styttunnar er áletrun úr Hávamálum „Vin sínum skal maður vinur vera.“ Katrín lagði út af þessum orðum í ræðu sinni og talaði um ævarandi vináttu þjóðanna.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum