Velferðarráðuneytið

Rýmri réttur starfsfólks til töku orlofs í kjölfar veikinda

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um orlof sem veita starfsfólki rýmri rétt en áður til töku orlofs í kjölfar veikinda.

Fyrir lagabreytinguna var áskilið að starfsmaður sem þurfti að breyta tilhögun orlofs vegna veikinda skyldi hafa lokið orlofstöku 31. maí næsta ár á eftir, ellegar fá orlof sitt greitt út. Þessu hefur nú verið breytt þannig að starfsmaður getur í samráði við atvinnurekanda ákveðið orlofstökuna svo fljótt sem auðið er eftir að veikindum lýkur.

Með breytingunni er komið til móts við athugasemdir sem Eftirlitsstofnun EFTA hafði gert við áður gildandi ákvæði sem stofnunin taldi brjóta í bága við ákvæði 7. gr. tilskipunar 2003/88/EB, um ákveðna þætti varðandi skipulag vinnutíma.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn