Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Styrkjakerfi vísindarannsókna frá kynjasjónarmiði - Samantekt til undirbúnings kynjaðri fjárlagagerð

Ráðuneytið ákvað að greina og vinna verkefnið "Háskólar og rannsóknir" innan ramma þriggja ára áætlunar um innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar, sem ríkistjórnin samþykkti þann 27. apríl sl.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti ákvað að greina og vinna verkefnið "Háskólar og rannsóknir" innan ramma þriggja ára áætlunar um innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar, sem ríkistjórnin samþykkti þann 27. apríl sl.
Í því skyni fékk ráðuneytið til liðs við sig Dr. Þorgerði Einarsdóttur, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands og fól henni að vinna samantekt um málaflokkinn og hvaða rannsóknir og niðurstöður liggja fyrir um þennan málaflokk hér á landi og í erlendu samhengi. Dr. Þorgerður hefur gert 12 síðna skilagrein undir fyrirsögninni: Styrkjakerfi vísindarannsókna frá kynjasjónarmiði. Samantekt til undirbúnings kynjaðri fjárlagagerð.

Um er að ræða yfirlit yfir þau vandmál sem blasa við háskóla- og vísindasamfélagi nútímans út frá kynjasjónarmiði og þau vandmál sem verður að finna lausn á, m.a. um þá staðreynd að þrátt fyrir að konur séu í dag tveir þriðjuhlutar háskólanema þá endurspeglast það ekki í úthlutunum úr opinberum sjóðum eða í auknu hlutfalli kvenna í stöðum æðri menntunar. Þá benda erlendar rannsóknir ekki til þess að þetta muni breytast með tímanum. Að endingu fylgir í skilagreininni gátlisti yfir þau atriði sem huga ber að í kynjaðri fjárlagagerð og kynjaðri hagstjórn.

Styrkjakerfi vísindarannsókna frá kynjasjónarmiði - Samantekt til undirbúnings kynjaðri fjárlagagerð


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn