Hoppa yfir valmynd
12. október 2011 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálaráðherra í Hardtalk á BBC

Fjármálaráðherra í í Hardtalk á BBC
Fjármálaráðherra í í Hardtalk á BBC

Steingrímur J . Sigfússon var gestur í fréttaþættinum Hardtalk í breska ríkisútvarpinu BBC í dag. Hardtalk er eitt af helstu flaggskipum breska ríkisútvarpsins með gríðarlega gott orðspor fyrir vandaða dagskrárgerð og viðtöl við helstu leiðtoga og áhrifafólk heims. Á meðal gesta sem komið hafa nýlega fram í þættinum eru Christine Lagarde yfirmaður AGS, Felipe Calderon forseti Mexikó, Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft og George Papandreou forsætisráðherra Grikklands.

Fréttamaðurinn Stephen Sackur, einn reyndasti fréttamaður BBC, tók viðtalið við Steingrím en í þættinum var staða Íslands nú þremur árum eftir hrun rædd og ábyrgð fjármála-, stjórnmálamanna og eftirlitsaðila á hruni íslensku bankanna. Fjármálaráðherra ræddi meðal annars um þann árangur sem hér hefur náðst í að ná fram viðsnúningi í efnahagslífinu og hvernig algjöru hruni þess var í raun afstýrt eftir að bankarnir fóru í þrot.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum