Hoppa yfir valmynd
12. október 2011 Matvælaráðuneytið

Hampiðjan framleiðir sterkasta kaðal í heimi – sem þýðir meiri veiðihæfni og minni olíunotkun!

DYNEX togtaugin sem Hampiðjan framleiðir er þróaðasta tóg sem notuð er við fiskveiðar í heiminum í dag. DYNEX tæknin er afrakstur 15 ára þróunarstarfs og í tauginni koma saman nýjustu gerviefnatrefjar, nýstárleg hönnun og öflugasta framleiðslutækni nútímans.

Árangurinn er níðsterk taug sem tognar mjög lítið og helst hringlaga líkt og vír gerir, en er þó margfalt léttari. Fyrir vikið eykst veiðihæfni skipsins umtalsvert, olíunotkun minnkar, öryggi eykst auk þess sem ending DYNEX togtauga er margföld á við vír.

Hampiðjan var stofnuð vorið 1934 og hefur því í 77 ár framleitt veiðarfæri. Stöðugur vöxtur Hampiðjunnar á síðustu árum helgast ekki síst af öflugri vöruþróun og nýsköpun enda er langur vegur frá hefðbundnum kaðli eins og við flest þekkjum yfir í DYNEX togtaugina.

Taugin er með blýþræði inni í plastkjarna, sem við hitameðhöndlun þenst út og binst DYNEX togauginni sjálfri. DYNEX togtaugin er loks yfirfléttuð með þéttri kápu úr sem ver hana frábærlega fyrir hnjaski og nuddi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum