Hoppa yfir valmynd
14. október 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

VII. Umhverfisþing hafið

Fjölmenni er á þinginu.
Fjölmenni er á þinginu.

Um 300 manns eru mættir til leiks á VII. Umhverfisþing sem hófst á Hótel Selfossi nú í morgun þar sem meginumræðuefnið er náttúruvernd. Þingið hófst með ávarpi Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra þar sem hún fór m.a. yfir hvernig náttúruverndarmálum hefur vaxið ásmegin á undanförnum misserum. Þannig ætti náttúran sér stöðugt fleiri málsvara.

Umhverfisráðherra sagði Hvítbók um löggjöf til verndar náttúru Ísland, sem er til umræðu á þinginu, ryðja brautir í nýjum og vönduðum vinnubrögðum við undirbúning nýrrar löggjafar hér á landi.

Heiðursgestur Umhverfisþings er Ella Maria Bisschop-Larsen, formaður Dönsku náttúruverndarsamtakanna, sem fagna 100 ára afmæli sínu í ár. Fór hún í erindi sínu m.a. yfir hversu mikilvægu hlutverki náttúruverndarsamtök gegna í því að sýna stjórnvöldum aðhald. Þá ræddi hún friðlýsingar og hvernig Dönsku náttúruverndarsamtökin hafa tekið virkan þátt í friðlýsingarferlum í Danmörku.

 Ella Maria Bisschop-Larsen, formaður Dönsku náttúruverndarsamtakanna.

Fjöldi fyrirlesara eru á dagskrá, en eftir hádegi skiptist þingið upp í fjórar málstofur, þar sem m.a. verðu rætt um framkvæmd náttúruverndaráætlunar, vísindaleg viðmið fyrir náttúruvernd og gildi náttúruverndar fyrir útivist og ferðaþjónustu auk þess sem ungmenni ræða náttúruverndarmál í sérstakri málstofu.

Beina útsendingu frá þinginu má nálgast hér.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum