Hoppa yfir valmynd
17. október 2011 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Steingrímur sækir Kína heim - fundar með kínverska fjármálaráðherranum

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hélt í dag til Sichuan héraðs í Kína. Þar verður Steingrímur viðstaddur  Western China International Fair sem er næststærsta viðskipta- og kaupstefna sem haldin er þar í landi. Kínversk stjórnvöld standa að kaupstefnunni ásamt yfirvöldum í 12 héruðum í Vestur Kína.

Á viðskipta – og kaupstefnunni kynna ríflega þrjú þúsund fyrirtæki frá 44 löndum og 31 kínverskum héruðum vörur sínar og þjónustu og áætlað er að rúmlega 700.00 gestir mæti á helstu viðburði kaupstefnunnar. Íslensk fyrirtæki taka þátt í kaupstefnunni og mun fjármálaráðherra ávarpa sameiginlega kynningu íslensku fyrirtækjanna.  

Að auki fundar Steingrímur með hr. Xie Xuren, fjármálaráðherra Kína og hr. Huang Jinsheng, framkvæmdastjóra fjármálaskrifstofu Sichuan héraðs en í héraðinu búa rúmlega 100 milljónir manna. Einnig hittir Steingrímur hr. Chen Yuan stjórnarformann Þróunarbanka Kína (China Development Bank).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum