Hoppa yfir valmynd
19. október 2011 Forsætisráðuneytið

Jafnrétti kynja í nefndum

Hlutfall karla og kvenna í nefndum heilbrigðisráðuneytisins og félags- og tryggingamálaráðuneytisins var jafnt árið 2010 þegar horft er til heildarfjölda nefndarmanna. Þetta kemur fram í upplýsingum Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Samkvæmt lögum skal hlutfall hvors kyns í opinberum nefndum vera sem jafnast og ekki minna en 40% nema málefnalegar ástæður liggi að baki.

Nefndir félagsmálaráðuneytisins 1990-2010Árið 2008 voru sett ný heildarlög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Þar er kveðið á um að við tilnefningu í nefndir, ráð og stjórnir hins opinbera skuli þeir sem tilnefna ævinlega tilnefna bæði karl og konu og að við skipun skuli gætt að sem jafnastri skiptingu kynja þannig að hlutur hvors kyns verði ekki minni en 40% en í þriggja manna nefndum minnst ein kona eða einn karl.

Nefndir heilbrigðisráðuneytisins 1990-2010Árið 2010 var var hlutfall kynja í nefndum heilbrigðisráðuneytisins jafnt þegar taldir voru fulltrúar í öllum nefndum ráðuneytisins. Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu voru konur 51% nefndarmanna á móti 49% karla.

Á meðfylgjandi myndum sést þróun hlutfalls kynjanna í nefndum ráðuneytanna tveggja frá árinu 1990-2010. Ekki eru fyrirliggjandi samfelld gögn fyrir öll árin en myndirnar sýna engu að síður hver þróunin hefur verið þar til hlutur kynjanna í nefndum ráðuneytanna er orðinn jafn árið 2010. 

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum