Hoppa yfir valmynd
20. október 2011 Matvælaráðuneytið

WiseFish hugbúnaður er notaður í sjávarútvegsfyrirtækjum í sex heimsálfum.  

Sköpum nýja framtíð logo
Sköpum nýja framtíð logo

Maritech hugbúnaðarfyrirtækið hefur náð framúrskarandi árangri á heimsvísu við þróun og sölu á WiseFish hugbúnaðarlausnum fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Lausnir Maritech byggja á Microsoft hugbúnaði og eru seldar sem hluti af Microsoft markaðslausnum hjá um 2.700 söluaðilum um allan heim.

Að baki velgengninni er stöðug nýsköpun og þróun og nýverið kynnti Maritech  nýja útgáfu af WiseFish kerfinu en það inniheldur heildarlausn sem spannar alla virðiskeðjuna – gæðastjórnun, fiskeldi, útgerð og kvóta, vinnslu, birgðir og vöruhús, sölu og útflutning. Allt miðar þetta að því að stjórnendur geti kallað fram rauntímaupplýsingar og þannig haft nákvæma yfirsýn yfir alla þætti starfseminnar.

Sífellt meiri kröfur eru gerðar til rekjanleika matvöru og WiseFish býður fullkominn rekjanleika allt frá því  aflinn kemur úr sjó og þar til hann er kominn á disk neytenda. Jafnframt gefur WishFish kost á rafrænum samskiptum við Fiskistofu vegna upprunaupplýsinga sjávarafla og útgáfu upprunavottorða til útflutnings.

Hjá Maritech starfa um 80 manns.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum