Hoppa yfir valmynd
24. október 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks

Guðbjartur Hannesson flutti ávarp við setningu landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar fyrir helgi og ræddi meðal annars um gerð framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks sem unnið er að í velferðarráðuneytinu. Eins sagði hann frá mörgum öðrum verkefnum sem hrint hefur verið í framkvæmd eða er unnið að í kjölfar flutnings ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

Ráðherra ræddi einnig um þátt Þroskahjálpar í þeim viðhorfsbreytingum sem orðið hafa til fötlunar og fatlaðs fólks í gegnum tíðina og sagði þetta hafa verið ríka áherslu í starfi samtakanna; „að fást við viðhorf í samfélaginu gagnvart fötlun og fötluðu fólki, að auka sýnileika og breyta ímynd. Rétt eins og að breyta fjalli er hægara sagt en gert að breyta viðhorfum. Í þessum efnum hefur Þroskahjálp hins vegar orðið mikið ágengt með starfi sínu og án efa átt stóran þátt í þeim breytingum hvað þetta varðar sem orðið hafa í samfélaginu á liðnum áratugum. Þetta krefst þrotlausrar vinnu, en dropinn holar steininn, það höfum við séð.“

Ráðherra sagði frá gerð framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðra sem unnið er að í velferðarráðuneytinu og verður lögð fram sem tillaga til þingsályktunar, líkt og kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði laga um málefni fatlaðs fólks.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum