Hoppa yfir valmynd
24. október 2011 Matvælaráðuneytið

Íslendingar og Rússar undirrita samstarfssamning um jarðhitamál.

Undirritun samstarfssamnings um jarðhitamál
Undirritun samstarfssamnings um jarðhitamál

Í dag undirrituðu Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og Sergey Shmatko, orkuráðherra Rússlands, samstarfssamning milli Íslands og Rússlands um jarðhitamál. Rússar hafa mikinn áhuga á frekari nýtingu jarðhita og er markmiðið með samningnum að auka rannsókna- og vísindasamstarf ríkjanna á sviði jarðhita en einngi að efla tengsl fyrirtækja er vinna að nýtingu jarðhita.

Samningurinn

Í dag var einnig haldin alþjóðleg orkuráðstefna í Moskvu og flutti Katrín ávarp við opnunarathöfn hennar. Á ráðstefnunni eru saman komnir margir af helstu áhrifamönnum á sviði orkumála í Rússlandi og Evrópu.

Í tengslum við ráðstefnuna var haldið málþing um nýtingu jarðhita og flutti Katrín þar opnunarávarp. Málþingið sitja m.a. fulltrúar frá Landsvirkjun, Reykjavík Geothermal, Orkustofnun og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Á morgun mun Katrín undirrita samstarfssamning milli ríkjanna um ferðamál og í tengslum við hann munu fulltrúar nokkurra íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja kynna starfsemi sína fyrir
rússneskum ferðaskrifstofum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum