Hoppa yfir valmynd
24. október 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Málþing um stefnumótun og þjónustu við fatlað fólk

Um 70 manns, einkum stjórnendur og starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sem koma að stefnumótun og framkvæmd þjónustu við fatlað fólk sátu málþing sem velferðarráðuneytið og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stóðu fyrir í liðinni viku í Reykjavík.

Málþingið var haldið á grundvelli TAIEX (Technical Assistance and Information Exchange Instrument) sem felur í sér tæknilega aðstoð á ýmsum sviðum við ríki sem undirbúa aðild að Evrópusambandinu. Á málþinginu var fjallað um leiðir til að auðvelda starfsfólki ríkis og sveitarfélaga að tileinka sér nýja starfshætti og sinna skyldum sínum á sem árangursríkastan hátt. Fyrirlesarar frá Spáni, Bretlandi og Norður-Írlandi kynntu verkefni frá sínum heimalöndum þar sem vel hefur þótt takast til á sviði stefnumótunar og þjónustu við fatlað fólk.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra setti málþingið og ræddi um helstu aðgerðir sem nú er unnið að á sviði málefna fatlaðs fólks af hálfu velferðarráðuneytisins í tengslum við yfirfærslu ábyrgðar á þjónustu við fatlað fólk um síðustu áramót. Eitt af umfangsmestu verkefnunum er vinna við gerð þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks þar sem sett verður fram stefna í málaflokknum, forgangsröðun verkefna skilgreind, ásamt aðgerðaáætlun og mælikvörðum um árangur.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum