Hoppa yfir valmynd
25. október 2011 Matvælaráðuneytið

Ísland og Rússland hefja samstarf á sviði ferðamála.

Samsstarfssamningur um ferðamál undirritaður
Samsstarfssamningur um ferðamál undirritaður

Í dag undirrituðu Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og Alexander Radko, aðstoðarferðamálaráðherra Rússlands fimm ára samstarfssamning á sviði ferðaþjónustu.

Samkvæmt samningnum skal unnið að því að einfalda ferðalög á milli landanna. Þá munu ferðamálayfirvöld landanna skiptast á tölulegum gögnum og upplýsingum er varða löggjöf landanna varðandi ferðamál. Í samningnum er einnig lögð áhersla á að stjórnvöld standi að gagnkvæmum heimsóknum sérfræðinga og blaðamanna sem sérhæfa sig í umfjöllun um ferðamál. 

Eftir undirritunina var iðnaðarráðherra með Íslandskynningu þar sem fjallað var um það helsta sem Ísland hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn allt árið um kring; náttúruna, borgar- og bæjarlífið, menninguna og heita vatnið. Í lokin sýndi Katrín myndband sem frumsýnt var í upphafi nýhafins vetrarferðaátaks þar sem hún og fleiri góðir menn og konur bjóða ferðamönnum í heimsókn - og vakti það mikla hrifningu viðstaddra. 

Í för með iðnaðarráðherra eru fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem hafa áhuga á að efla viðskipti sín á Rússlandsmarkaði. Fyrirtækin fengu síðan tækifæri til að eiga fundi með fulltrúum rússneskra ferðaskrifstofa og flugfélaga.

Undirritunv samstarfssamnings um ferðamálIðnaðarráðherra og Alexander Radko aðstoðarferðamálaráðherra Rússlands undirrita samstarfssamning á sviði ferðaþjónustu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum