Hoppa yfir valmynd
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Breyting á reglugerð um SI-mælieiningar

Breyting á reglugerð um mælieiningar er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu þar sem kveðið er á um að á Íslandi skuli nota svonefnd SI-einingakerfi. Unnt er gera athugasemdir með því að senda þær á netfangið [email protected] eigi síðar en 9. nóvember.

Um er að ræða breytingu á reglugerð um mælieiningar, nr. 128/1994 með síðari breytingum. Í reglugerðinni er kveðið á um að á Íslandi skuli nota SI-einingakerfið en það er metrakerfið ásamt öðru. Helstu breytingar eru í 3. gr. og eru á þá leið að heimilaðar eru aðrar merkingar til hliðar við SI-merkingarnar þó þannig að SI-merkingar skulu vera stærri eða jafnstórar.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira