Hoppa yfir valmynd
26. október 2011 Innviðaráðuneytið

Lagafrumvarp vegna hækkunar vitagjalds til umsagnar

Til umsagna er nú lagafrumvarp vegna breytingar á lögum um vitamál nr. 132/1999. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um lagafrumvarpið á netfangið [email protected] til 9. nóvember næstkomandi.

Fjárhæð vitagjalds var síðast breytt 18. desember 2010. Þá var ákveðið að vitagjald skyldi vera 130,12 kr. af hverju brúttótonni skips. Hér er lagt til að vitagjald hækki um 5% í 136,62 kr. Lagt er til að lágmarksgjald verði jafnframt hækkað um 5%, þ.e. í kr. 5.145 úr kr. 4.900 kr. Það var síðast hækkað 19. desember 2009 í kr. 4.900 úr kr. 3.500. Þessi hækkun er í samræmi við verðlagsbreytingar frá síðustu hækkun gjaldsins.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum