Hoppa yfir valmynd
27. október 2011 Matvælaráðuneytið

Að vita meira og meira ... hjálpar nýsköpun í ferðaþjónustu

Sköpum nýja framtíð logo
Sköpum nýja framtíð logo

Íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem snúast m.a. að því að fjölga ferðamönnum utan hins
hefðbunda sumar-ferðamannatímabils og auka arðsemi greinarinnar.

Á síðustu vikum hefur hópur hagsmunaaðila um íslenska ferðaþjónustu gefið út lýsandi og greinandi skýrslur
um íslenska ferðaþjónustu brotna niður eftir landssvæðum og þau tækifæri sem blasa við innan greinarinnar. Markmiðið með útgáfunni er að skapa almenna umræðu um einstök mál innan ferðaþjónustunnar en jafnframt að útvega hráefni
til stefnumótunar fyrir greinina svo og einstaka aðila. Skýrslurnar snúa að eftirfarandi efnisþáttum:

  • Tækifæri í heilsársferðaþjónustu. Niðurstöður netkönnunar. Ísland allt árið
  • Samkeppnifærni ferðaþjónustunnar á Íslandi
  • Greiningarvinna fyrir langtíma stefnumótun. Sérstaða landssvæða, klasar og tölfræði

Útgáfan er liður í því verkefni að safna saman tölulegum staðreyndum innan greinarinnar og auðvelda
ferðaþjónustuaðilum að gera sér grein fyrir stöðu mála og fá yfirlit yfir markaðinn í heild þannig að vinna megi öfluga stefnumótun til framtíðar. Unninn hefur verið listi yfir afþreyingu, þjónustu og framboð eftir landssvæðum,
lýsing á getu á hverju svæði fyrir sig auk þess sem sérstaða landsvæðanna hefur verið dregin fram með hliðsjón af ferðaþjónustu á lágönn. Auk þessa hefur verið gefin út skýrsla sem nefnist Græna hagkerfið - umhverfisvottanir,
umhverfismerki og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. Sérstaklega er tekin fyrir nauðsyn þess að fyrirtæki og stofnanir taki upp umhverfis- og vistvænar lausnir á öllum sviðum og eru í skýrslunni dregin fram fjögur fyrirtæki, þar af tvö
ferðaþjónustufyrirtæki, sem nýtt hafa sér umhverfismerki og vottanir til að ná frekari árangri í starfsemi sinni.

Skýrslurnar eru allar gjaldfrjálsar og er hægt að nálgast þær hér



 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum