Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Loftslag og matur - Norræni loftlagsdagurinn 2011 er í dag

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun formlega setja loftslagsdaginn hérlendis með ávarpi í Norræna húsinu í dag, föstudaginn 11. nóvember kl. 15:00.

Norræni Loftslagsdagurinn
Norræni Loftslagsdagurinn

Norræni loftlagsdagurinn 2011 er í dag

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun formlega setja loftslagsdaginn hérlendis með ávarpi í Norræna húsinu í dag, föstudaginn 11. nóvember kl. 15:00.

Við það tækifæri verða ennfremur kynnt og veitt verðlaun fyrir matreiðslukeppni í Menntaskólanum í Kópavogi um hollasta skyndibitann.

Halldór Björnsson, frá Veðurstofunni og Dominique Plédel Jónsson frá Slow Food Reykjavík samtökunum fjalla um loftslag og mat. Nemendaverkefni unnin af nemendum í Grunnskóla Reyðarfjarðar og Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ um loftslagsvænan mat verða kynnt.

Markmið loftslagsdagsins eru:

  • að stuðla að þátttöku nemenda í umræðu um loftslagsmál,
  • að efla norrænt skólasamstarf á sviði loftslagsmála,
  • að stuðla að auknum skilningi og samskiptum á norsku, dönsku og sænsku meðal barna og ungmenna.

 Keppnin um hollasta skyndibitann felst í því að undirbúa og framreiða skyndibita sem er hollur og byggir á lýðheilsumarkmiðum. Hann þarf að vera loftslagsvænn, bragðgóður og hafa norrænar matreiðsluhefðir að leiðarljósi. Verkefnið er ætlað nemendum í iðnnámsdeildum matvælagreina á Norðurlöndum.

mk1mk

mk2

 

Norræni Loftslagsdagurinn

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum