Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sérfræðingur á skrifstofu menningarmála

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu menningarmála. Um er að ræða fullt starf.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu menningarmála. Um er að ræða fullt starf.

Leitað er að háskólamenntuðum einstaklingi með staðgóða þekkingu á málefnum fjölmiðla og lista. Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, góð kunnátta í ensku og einu norðurlandamáli og þekking á nýtingu upplýsingatækni eru nauðsynlegir kostir ásamt ritfærni og hæfni í mannlegum samskiptum. Starfsreynsla innan stjórnsýslunnar er kostur.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun greiðast samkvæmt launakerfi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Nánari upplýsingar veitir Jens Pétur Hjaltested á upplýsinga- og fjármálasviði.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík.

Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2011.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum