Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2011 Heilbrigðisráðuneytið

Tannlæknisþjónusta fyrir börn tekjulágra

Bætt tannheilsa
Hjá tannlækni

Á næstu mánuðum verður lokið við að veita tannlæknisþjónustu börnum tekjulágra foreldra sem fengið höfðu samþykki fyrir þjónustu samkvæmt tímabundnu átaksverkefni. Um er að ræða þau börn sem áttu ólokið meðferð eða höfðu ekki fengið tíma í sumar þegar verkefninu átti að ljúka.  

Ráðist var í átaksverkefni í sumar um endurgjaldslausa tannlæknisþjónustu fyrir börn tekjulágra foreldra. Velferðarráðherra setti verkefninu ramma með reglugerð nr. 408/2011 um tímabundna tannlæknisþjónustu án endurgjalds fyrir börn yngri en 18 ára. Tryggingastofnun ríkisins mat hvort umsækjendur uppfylltu skilyrði og var þjónustan veitt við tannlæknadeild Háskóla Íslands (HÍ) í Reykjavík.

Alls voru samþykktar umsóknir fyrir um 1.150 börn. Þar sem ekki fengust nógu margir tannlæknar til starfa við verkefnið vannst verkið hægar en til stóð og þegar kennsla hófst við tannlæknadeildina í haust voru tæplega 680 börn sem ekki höfðu lokið meðferð að fullu, voru á biðlista eða höfðu ekki pantað tíma hjá tannlæknadeild HÍ.

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur samþykkt reglugerðarbreytingu svo unnt sé að ljúka verkefninu. Samningar við tannlækna um þjónustu við þessi börn er á hendi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ). Þjónustan verður því veitt á stofum þeirra í stað þess að hún sé bundinn við einn stað líkt og var í sumar.  Nálgast má upplýsingar um hvar þjónustan er í boði á vef SÍ.

Bréf með upplýsingum um verkefnið hafa verið send forráðamönnum þeirra barna sem í hlut eiga. Áformað er að ljúka því eigi síðar en 15. janúar næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum