Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2011 Matvælaráðuneytið

Athafnateygjan er aflvaki framtakssemi

Sköpum nýja framtíð logo
Sköpum nýja framtíð logo

Alþjóðleg athafnavika fer fram á Íslandi og 122 öðrum löndum þessa vikuna. Tilgangurinn er að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til nýsköpunar og frumkvöðlastarfs - og umfram allt að láta verkin tala!

Athafnateygjan eða ActionBand eins og hún er nefnd á ensku – er búin að vinna sér inn fastan þegnrétt á Athafnavikunni víða um lönd. Hugmyndin er rammíslensk og gengur út á að handhafar teygjunnar komi einhverju í framkvæmd ... og þegar því er náð þá láta þeir teygjuna af hendi til einhvers sem þeir vilja hvetja til athafnasemi. Hver teygja hefur númer og í hvert skipti sem eitthvað er framkvæmt í tengslum við teygjuna er það skráð á síðuna www.action-band.com  Þannig er hægt að fylgjast með hvaða teygja skilar af sér mestu afköstunum og hvaða sniðugu hlutum fólk kemur í verk.

 

Athafnirnar geta verið af öllum stærðargráðun,  allt frá því að taka til á skrifborðinu sínu yfir í það að leggja drög að stofnun fyrirtækis. Með athafnateygju um úlnliðinn kom Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra t.d. verkefninu Græna orkan af stað fyrir tveimur árum og nú á allra næstu dögum mun hún fá skýrslu starfshóps  Grænu orkunnar í hendur en í þeim eru m.a. tillögur hvernig best verði staðið að orkuskiptum í samgöngum. Það eru því fá takmörk fyrir því hverju ein teygja getur komið til leiðar!

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum