Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2011 Matvælaráðuneytið

Katrín Júlíusdóttir opnar Alþjóðlega athafnaviku 2011

Katrín opnar frumkvöðlaviku
Katrín opnar frumkvöðlaviku

Alþjóðleg athafnavika fer fram dagana 14.–20. nóvember í  123 löndum um allan heim - og er stærsta hvatningarátak á sviði frumkvöðlastarfsemi í heiminum.  Við Íslendingar tökum nú þátt í þriðja sinn og eins og jafnan áður er það Innovit sem hefur veg og vanda af vikunni hér á landi.

Alþjóðleg athafnavika tengir saman fólk og hugmyndir um allan heim, þvert á öll landamæri og menningarstrauma. Í athafnavikunni gefst fólki kostur á að sækja viðburði sem hannaðir eru til þess að kynna leiðir til að nýta hæfileika sína til nýsköpunar, athafnasemi og frumkvöðlahugsunar. Með þessu frumkvæði mun næsta kynslóð frumkvöðla fá innblástur og hvatningu til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.

Á einni viku munu milljónir manna um allan heim taka þátt í ört stækkandi hreyfingu fólks og frumkvöðla sem vilja knýja fram jákvæðar breytingar á sínu eigin lífi og samfélagi. 123 þjóðir í sex heimsálfum sameinast í Alþjóðlegri athafnaviku með það að markmiði að hvetja fólk til að tileinka sér nýsköpun, athafnasemi og frumkvöðlahugsun.  Lausn vandamála felst í athafnasemi og því ætlum við að virkja hugmyndir okkar og láta verkin tala í Alþjóðlegri athafnaviku.

Með þátttöku í Athafnaviku mun athafnafólk læra leiðir til að afla sér þekkingar, virkja hæfileika sína og afla sér þeirra sambanda sem nauðsynleg eru til að koma á fót sjálfbærum rekstri með jákvæð áhrif á líf þeirra, fjölskyldu og samfélag. Fyrri Athafnavikur hafa heppnast gríðarlega vel og eru frábært dæmi um það hverju hægt er að áorka með því að steypa saman ólíkum hugmyndum og menningarstraumum til eflingar athafnasemi. Markmið Athafnaviku er að frumkvöðlar verði brautryðjendur efnahagslegrar og samfélagslegrar hagsældar um allan heim. Innovit er umsjónaraðili Alþjóðlegrar athafnaviku á Íslandi.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum