Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2011 Matvælaráðuneytið

Kínversk sendinefnd í heimsókn

MR. HUAI Zhongmin og JB 14. nóv 2011
MR. HUAI Zhongmin og JB 14. nóv 2011

Mánudaginn 13. nóvember 2011, tók Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á móti 8 manna kínverskri sendinefnd. Sendinefndin er hér stödd til að kynna sér fiskveiðimál og tækni í sjávarútvegi. Nefndin er undir forystu MR. HUAI Zhongmin, forseta þingsins í héraðinu Dalian þar sem fiskveiðar eru mikið stundaðar. Ráðherra gerði grein fyrir mikilvægi sjávarútvegs fyrir Ísland og sömuleiðis skýrðu Sigurgeir Þorgeirsson ráðuneytisstjóri og Ólafur Ástþórsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar rannsóknir og þróun í íslenskum sjávarútvegi ásamt öðru þar að lútandi.

Í lok fundarins var skipst á gjöfum og tekur ráðherra hér við kínversku tei sem MR. HUAI Zhongmin forseti Dalianþings færði honum sem þakklætisvott fyrir móttökurnar.

MR. HUAI Zhongmin og JB 14. nóv 2011

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum