Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2011 Matvælaráðuneytið

Það felast viðskiptatækifæri í öllu ... líka jarðskjálftum!

Það er engin spurning að jarðskjálftaforritið SKELFIR mun hrista upp í forritamarkaðnum fyrir snjallsíma! Fyrr viku síðan setti frumkvöðlafyrirtækið Reon Tech SKELFI á markað en það gerir notandanum kleift að fylgjast með jarðhræringum á landinu nánast um leið og þær gerast. Forritið er tengt við jarðskjálftavakt Veðurstofunnar og sýnir yfirlit yfir alla jarðskjálfta nokkra daga aftur í tímann hvort heldur sem er í lista með ítarupplýsingum eða myndrænt á korti. Jafnframt
verður  hægt að stilla forritið þannig að það láti notandann vita þegar jarðskjálfti af ákveðinni stærðargráðu á sér
stað.

Skelfir er forritað fyrir Android stýrikerfið og verður hægt að hala því niður frítt úr Android markaðinum. Einnig hefur forritið verið hannað fyrir Nokia snjallsíma og er varan væntanleg á markað á næstu dögum. Skelfir er fyrsta forritið sem Reon Tech gefur út en fyrirtækið vinnur nú að þróun á fjölspilunartölvuleik fyrir snjallsíma sem væntanlegur er á næsta ári.

Reon Thec er eitt þeirra 33 fyrirtækja sem staðsett eru í Kvosinni, frumkvöðlasetri. Frumkvöðlasetrið Kvosin er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Íslandsbanka.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum