Hoppa yfir valmynd
22. nóvember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Málþing í samstarfi við OECD um aðgerðir til að vinna gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum

Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að auka hlutfall faglærðra á vinnumarkaði og sporna gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum, hefur mennta- og menningarmálaráðuneyti efnt til samstarfs við OECD, Efnahags- og framfarastofnunina.

Í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að auka hlutfall faglærðra á vinnumarkaði og sporna gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum, hefur mennta- og menningarmálaráðuneyti efnt til samstarfs við OECD, Efnahags- og framfarastofnunina.

Hluti af samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og OECD um mótun aðgerða til að draga úr brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum er málþing, sem haldið er í dag. Á þinginu mun ráðuneytið kynna áherslur Íslands við innleiðingu menntastefnu og mótun aðgerða til að draga úr brotthvarfi. Sérfræðingar á vegum OECD frá Noregi, Finnlandi og Bandaríkjunum, auk starfsmanna stofnunarinnar, fjalla um brotthvarf frá alþjóðlegu sjónarhorni og í ljósi niðurstöðu greiningar þeirra á styrkleikum og veikleikum íslensks menntakerfis.

Til málþingsins er boðið fulltrúum Alþingis og sveitarfélaga, samtökum skólastjórnenda, kennara, nemenda, foreldra, háskóla og öðrum sem áhrif hafa á stefnumótun í menntamálum. Munu þeir ræða þær áskoranir sem Íslendingar standa frammi fyrir og hvaða aðgerðir munu vera árangursríkastar við að draga úr brotthvarfi og efla menntun hér á landi.

Áætlað er að í framhaldi af málþinginu muni OECD leiða umræðu milli erlendra sérfræðinga og  stjórnvalda og hagsmunaaðila hér á landi. Mun það samráð miða að því að fylgja eftir þeim sjónarmiðum sem fram koma á málþinginu, draga frekari lærdóm af reynslu annarra þjóða, nýta sérfræðiþekkingu í mótun aðgerða til að draga úr brotthvarfi og ná samstöðu meðal aðila hér á landi um raunhæfar aðgerðir á þessu sviði.

Í sérfræðingahópi OECD er fólk með mikla þekkingu og reynslu af menntamálum og mennta- og menningarmálaráðuneytið telur mikinn feng af því að hafa fengið þá til samstarfs. Starfsmenn ráðuneytisins geta haft milligöngu um viðtöl við erlendu gestina ef þess er óskað.

Nánari upplýsingar veitir Þorgeir Ólafsson, sími: 821-3774

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum