Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2011 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Íslandsbanki kaupir hlut ríkisins í Byr hf.

Alþingi hefur samþykkt sölu á hlut ríkisins í Byr hf. til Íslandsbanka sem kaupir
11, 8% hlut íslenska ríkisins í Byr hf. Fjármálaeftirlitið, Samkeppniseftirlitið og Eftirlitsstofnun EFTA veittu samþykki sitt fyrir kaupunum. Kaupverðið á hlut ríkisins er 740 milljónir og hefur verið gengið frá kaupunum.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að með þessu sé óvissu sem tengst hafi stöðu Byrs, miklum innlánum og stóru eignasafni, eytt.
"Ríkið fær við söluna að uppistöðu til þá takmörkuðu fjármuni til baka sem það reiddi fram við stofnun Byrs hf til baka. Hagsmunir innlánseigenda eru tryggðir og úr því sem komið var sé þetta tvímælalaust farsæl niðurstaða" segir fjármálaráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum