Hoppa yfir valmynd
29. nóvember 2011 Matvælaráðuneytið

Frumvarp um jöfnun flutningskostnaðar

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn frumvarp um svæðisbundna flutningsjöfnun. Markmið frumvarpsins er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað til framleiðenda sem staðsettir eru fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa við skerta samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur staðsettir nær markaði.

Helstu tillögur frumvarpsins eru:

  1. Að framleiðendur geti sótt um flutningsjöfnunarstyrk til hlutaðeigandi ráðuneytis.
  2. Að styrksvæði séu þau svæði þar sem heimilt er að veita byggðaaðstoð samkvæmt byggðakorti ESA.
  3. Að framleiðendur séu skilgreindir sem einstaklingar með lögheimili á styrksvæði og lögaðilar með heimilisfesti á styrksvæði.
  4. Að framleiðslan sem flutt er frá styrksvæði geti annað hvort vera fullunnin vara eða hálfunnin vara. Einnig sé heimilt að styrkja flutninga á vörum til styrksvæðis ef um er að ræða hrávöru eða hálfunna vöru sem er nauðsynleg til þess að endanlega framleiðsla geti átt sér stað á styrksvæðinu.
  5. Að lengd ferðar frá áfangastað þurfi að vera að lágmarki 245 km til að framleiðandi eigi kost á að sækja um styrki.

    Flutningsjöfnunarstyrkir eftir svæðum og lengd ferðar*

     

    Svæði 1**

    Svæði 2***

    245-390 km fjarlægð

    10% 10%

    >391 km fjarlægð

    10% 20%

    *Svæðaskiptingin er í samræmi við útreikninga sem liggja til grundvallar og lýst er í frumvarpinu.

    **Öll sveitarfélög landsins svo fremi að þau séu á svæði þar sem heimilt er að veita byggðaaðstoð samkvæmt byggðakorti

    ***Sveitarfélögin Árneshreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Bæjarhreppur, Ísafjarðarbær, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð.

  6. Að styrktarsvæðunum verði skipt upp í svæði 1 og 2 eins og fram kemur í töflunni:
  7. Að ekki verði sett neitt lágmark á styrkfjárhæð og er það gert til að tryggja að einyrkjar í framleiðsluiðnaði eigi jafnan möguleika á styrkveitingum eins og stór framleiðslufyrirtæki.
  8. Að sett sé þak á styrki sem nemur 200.000 evrum á þriggja ára tímabili eða um 33 millj. íslenskra króna. Inn í þá fjárhæð er reiknaðir aðrir styrkir sem framleiðandi hefur fengið frá opinberum aðilum. Með því að setja þetta hámark á styrki fellur umrædd ríkisaðstoð undir minniháttaraðstoð (de minimi) ESA og er þar af leiðandi ekki tilkynningarskyld.
  9. Að frumvarpið taki gildi 1. janúar 2012 og gildi til 31. desember 2013. Miðast sá gildistími við byggðakort ESA. Fyrir þann tíma er lagt til að fram fari endurskoðun á lögunum með tilliti til nýs byggðakorts og nýrra útreikninga á flutningskostnaði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum