Hoppa yfir valmynd
2. desember 2011 Matvælaráðuneytið

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu.

Með vísan til samnings milli Íslands og Evrópubandalagsins um viðskipti með landbúnaðarvörur á grundvelli 19. gr. EES-samningsins og til reglugerðar dags. 30. nóvember 2011, um úthlutina, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning á landbúnaðarvörum, upprunnum í ríkjum Evrópubandalagsins og með upprunavottorð þaðan fyrir tímabilið 1. janúar – 31. desember 2012:

 

Vöruliður: Vara Tímabil Vörumagn Verðtollur Magntollur
      kg % kr./kg
0202 Kjöt af dýrum af nautgripakyni, fryst 01.01.11 - 31.12.12 100.000 0 0
           
0203 Svínakjöt, fryst 01.01.11 - 31.12.12 200.000 0 0
           
0207 Kjöt af alifuglum, fryst 01.01.11 - 31.12.12 200.000 0 0
           
ex 0210 Kjöt og ætir hlutar af dýrum, saltað, í saltlegi, þurrkað eða reykt; ætt mjöl, einnig fínmalað, úr kjöti eða hlutum af dýrum (**) 01.01.11 - 31.12.12 50.000 0 0
           
ex 0406 Ostur og ystingur (**) 01.01.11 - 31.12.12 20.000 0 0
           
0406 Ostur og ystingur 01.01.11 - 31.12.12 80.000 0 0
           
1601 Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti, hlutum af dýrum eða blóði; matvæli gerð aðallega úr þessum vörum 01.01.11 - 31.12.12 50.000 0 0
           
1602 Annað kjöt, hlutar af dýrum eða blóð, unnið eða varið skemmdum 01.01.11- 31.12.12 50.000 0 0

(**) skráð í samræmi við reglugerð ráðsins (EB) nr. 510/2006 um vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða og matvæla. 

Berist umsóknir um meira magn innflutnings en auglýstum tollkvóta nemur, hverju sinni, skal leita tilboða í tollkvóta vegna viðkomandi vöruliðar. Úthlutun er ekki framseljanleg.

Innflutningur verður því aðeins leyfður að uppfyllt séu ákvæði reglugerðar vegna innflutnings á landbúnaðarvörum nr. 509/2004. 

Skriflegar umsóknir skulu berast til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík, 5. hæð, eða á [email protected] fyrir kl. 15:00 föstudaginn 9. desember 2011.

 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu,

2. desember 2011.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum