Hoppa yfir valmynd
2. desember 2011 Matvælaráðuneytið

Reglugerðir um fiskveiðar og verndun

Nr. 63/2011 

 

Reglugerðir um fiskveiðar og verndun

 

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur gefið út fjórar nýjar reglugerðir sem allar snúa að fiskveiðistjórnun og verndun miða.

Í fyrsta lagi er ákveðið að úthluta 350 tonnum af skötusel til veiða á fiskveiðiárinu og er þetta önnur úthlutun á þessu ári. Fyrri úthlutun var 5. september 2011 og nam einnig 350 tonnum. Þeir aðilar sem ætla að nýta sér þetta eru beðnir um að sækja tímanlega um til fiskistofu en umsóknir þurfa að hafa borist 15. desember næstkomandi.

Í öðru lagi hefur tímabil til humarveiða verið lengt frá 1. desember til 31. desember 2011. Aðilar sem hugsa sér að fara á þessar veiðar skulu kynna sér efni reglugerðar 1094/2011 áður en haldið er á veiðar.

Í þriðja lagi hefur ráðherra ákveðið úthlutun til skel- og rækjubáta skv. 1. tl. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 116. Þar með hefur öllum svokölluðum skel og rækjubótum fyrir fiskveiðiárið 2011/2012 verið úthlutað.

Þá hefur ráðuneytið birt nýja reglugerð um verndun kóralsvæða. Allar veiðar nema á uppsjávarfiski með flotvörpu og hringnót eru bannaðar á þeim svæðum sem hér um ræðir. Eru hlutaðeigendur beðnir um að kynna sér vel efni reglugerðarinnar.

Reglugerð nr. 1096/2011, um ráðstöfun aflaheimilda í skötusel á fiskveiðiárinu 2011/2012.

Reglugerð nr. 1094/2011, um breytingu á reglugerð nr. 214, 15. mars 2010 um humarveiðar, með síðari breytingum.

Reglugerð nr. 1096/2011, um breytingu á reglugerð nr. 737, 20. júlí 2011, um sérstaka úthlutun til skel- og rækjubáta skv. 1. tl. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða.

Reglugerð nr. 1095/2011, um verndun kóralsvæða út af Suður- og Suðausturlandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum