Hoppa yfir valmynd
2. desember 2011 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla um arðsemi orkusölu til stóriðju kynnt

Fjármálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag skýrslu um arðsemi orkusölu til stóriðju. Um er að ræða seinni áfangaskýrslu en í maí 2009 var sú fyrri kynnt.

Báðar skýrslurnar voru gerðar að beiðni fjármálaráðherra. Skýrsluhöfundar eru hagfræðingar hjá fyrirtækinu Sjónarrönd. Í fyrri áfangaskýrslunni er gerður samanburður á arðsemi orkufyrirtækja og fyrirtækja í annarri atvinnustarfsemi hér á landi við orkufyrirtæki í Evrópu og í Ameríku. Helstu niðurstöður þeirrar skýrslu var að arðsemi af fjármagni orkufyrirtækja væri umtalsvert lægri  í orkuvinnslu og dreifingu orku en í annarri atvinnustarfsemi hér á landi (stóriðja var undanskilin). Ennfremur að arðsemi íslenskra orkufyrirtækja væri umtalsvert lægri en arðsemi orkufyrirtækja í Evrópu og BNA. Þar er arðsemi orkufyrirtækja er betri en fyrirtækja í öðrum atvinnugreinum.

Nú í seinni áfangaskýrslunni sem ráðherra kynnti í adg er lögð áhersla á að meta og aðgreina arðsemi af sölu raforku til almenningsveitna annars vegar og stóriðju hins vegar.

Helstu niðurstöðu skýrslunnar nú eru meðal annars þær að ;

  • Á tímabilinu 1966 til 2010 hefur arðsemi heildarfjármagns af virkjunum fyrir stóriðju verið um 5%. Þetta er lægra en í sambærilegri starfsemi erlendis
  • Fram undir 1990 var arðsemi af orkusölu til stóriðju ívið betri en í öðrum atvinnugreinum hérlendis en eftir það hefur arðsemi af orkusölunni verið verri en annars staðar í atvinnulífinu. Aukin áhætta í rekstri á síðara hluta tímabilsins, s.s. með því að tengja orkuverð við heimsmarkaðsverð á áli, hefur ekki skilað sér í hærri ávöxtun.
  • Arðsemi heildarfjármagns af orkusölu til almenningsveitna hefur verið um 2% á sama tímabili. Hefði ekki verið um virkjanir fyrir stóriðju að ræða hefði arðsemi Landsvirkjunar því verið mun lakari en raunin varð.
  • Þar sem arðsemi af orkusölu til stóriðju hefur verið svipuð fjármagnskostnaði íslenska ríkisins hafa skattgreiðendur hérlendis ekki fengið endurgjald fyrir þá ábyrgð sem þeir hafa tekist á hendur í tengslum við orkusölu sem er mjög umfangsmikil miðað við höfðatölu.

Mat á arðsemi orkusölu til stóriðju (PDF 340 KB)

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum