Hoppa yfir valmynd
5. desember 2011 Utanríkisráðuneytið

Palestínumenn þakka frumkvæði Íslands

Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, hefur borist bréf frá Dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þar sem hann þakkar fyrir stuðning utanríkisráðherra og Alþingis við sjálfstæði Palestínuríkis. Í bréfinu er komið á framfæri þakklæti fyrir ályktun Alþingis sem samþykkt var 29. nóvember síðastliðinn og kveður á um að ríkisstjórn Íslands sé falið að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.
Utanríkisráðherrann segir að viðurkenning Íslands á Palestínu muni skapa söguleg tækifæri til að styrkja samskipti ríkjanna. Þá ítrekar hann að palestínska þjóðin og leiðtogar hennar vilji stuðla að réttlátri og friðsamlegri lausn á deilumálum Palestínumanna og Ísraela sem byggist á viðeigandi ályktunum Sameinuðu þjóðanna.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum