Hoppa yfir valmynd
12. desember 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Starfshópur um málefni framhaldsskóla

Starfshópur um málefni framhaldsskóla  hefur tekið til starfa. Honum er m.a. ætlað að  endurskoða fyrirkomulag skólastarfs í framhaldsskólum og vinnu starfsmanna í ljósi framhaldsskólalaga, aðalnámskrár og laga um fimm ára kennaramenntun.

Starfshópur um málefni framhaldsskóla  er tekinn til starfa og hélt sinn fyrsta fund 15. nóvember en honum er ætlað að skila niðurstöðum sínum vorið 2012.  Starfshópurinn er stofnaður á grunni samkomulags KÍ/framhaldsskóla og mennta- og menningarmálaráðherra sem fylgir með kjarasamningi KÍ/framhaldsskóla og  fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs  26. maí 2011 um að endurskoða fyrirkomulag skólastarfs í framhaldsskólum og vinnu starfsmanna í ljósi framhaldsskólalaga, aðalnámskrár og laga um fimm ára kennaramenntun. Starfshópnum er ætlað að hafa eftirfarandi atriði að leiðarljósi í starfi sínu og skýra með hvaða hætti þau hafa áhrif á starfsumhverfi og starfsskilyrði félagsmanna KÍ í framhaldsskólum:

  • Að gaumgæfa vinnutilhögun kennara með það fyrir augum að mæta þörfum fjölbreytts framhaldsskóla (t.d. verkefnasamsetning og fleira) þar sem tekið er mið af stefnu, námskrá og nemendasamsetningu hvers skóla og gefið aukið svigrúm til fjölbreytilegs námsmats og kennsluhátta.
  • Aukna menntunarþörf starfandi kennara vegna breytts hlutverks kennarans og skólans sem menntastofnunar.
  • Að í vinnuskyldu kennara geti falist stefnumótun, námskrárgerð, eftirfylgni og umsjón með nemendum.
  • Að skapa aðstæður sem stuðla að samvinnu milli kennara um nám og skólagöngu nemenda. Hún getur meðal annars varðað kennslu og námsmat, námskrárgerð og þróun starfsumhverfis.
  • Að kennurum sé áfram treyst fyrir faglegum þætti kennslunnar og skipulagi.
  • Að tryggja aðgang að sérfræðiþjónustu, ráðgjöf og handleiðslu.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

  • Sigurður Sigursveinsson, formaður, skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra án tilnefningar
  • Oddný Hafberg, skipuð af mennta- og menningarmálaráðherra án tilnefningar
  • Aðalheiður Steingrímsdóttir, tilnefnd af Félagi framhaldsskólakennara
  • Ágúst Ásgeirsson, tilnefndur af Félagi framhaldsskólakennara
  • Halldóra Björt Ewen tilnefnd af Félagi framhaldsskólakennara
  • Þór Pálsson tilnefndur af Félagi stjórnenda í framhaldsskólum
  • Einar Birgir Steinþórsson tilnefndur af Félagi íslenskra framhaldsskóla
  • Guðmundur H. Guðmiundsson tilnefndur af fjármálaráðuneytinu
  • Starfsmaður starfshópsins er Kristrún Birgisdóttir

Nánari upplýsingar veitir Arnór Guðmundsson á skrifstofu menntamála.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum