Hoppa yfir valmynd
12. desember 2011 Innviðaráðuneytið

Úttekt á tæplega 300 opinberum vefjum

Hvað er spunnið í opinbera vefi?
Hvað er spunnið í opinbera vefi?

Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011? Um þessar mundir er að ljúka úttekt á opinberum vefjum en hún nær til vefja ríkisstofnana, ráðuneyta, sveitarfélaga, sérvefja og opinberra hlutafélaga. Þetta er í fjórða sinn sem forsætisráðuneytið stendur fyrir úttekt af þessu tagi en þær hafa áður farið fram árin 2005, 2007 og 2009. Deliotte hf. sér um framkvæmd verkefnisins að þessu sinni.

Könnunin er tvíþætt. Annars vegar eru vefirnir metnir af sérfræðingum samkvæmt gátlistum um innihald, nytsemi, aðgengi og þjónustu. Hins vegar svara forsvarsmenn vefjanna spurningalista og geta þeir gert athugasemdir við matið. Skilafrestur er nú liðinni og verið er að vinna úr niðurstöðum, ráðgert er að þær verði kynntar eftir miðjan janúar nk.

Tilgangur með úttektinni er að fá heildstætt yfirlit yfir þá þjónustu sem er í boði, fylgjast með þróun og breytingum á vefjum opinberra aðila, meta gæði þeirra en einnig að auka vitund forsvarsmanna opinberra stofnana og sveitarfélaga um það hvar þeir standa í samanburði við aðra. Þátttaka í úttektinni gefur einnig hugmyndir um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu.

Sjá efni frá fyrri úttektum:


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum