Hoppa yfir valmynd
21. desember 2011 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um mælitæki til umsagnar

Til umsagnar eru nú á vef ráðuneytisins drög að breytingum á reglugerð um mælitæki. Breytingin kemur til vegna nýrrar tilskipunar um mælitæki og snertir skilgreiningu á mestu leyfðu skekkju mælitækja. Umsagnarfrestur er til 28. desember næstkomandi og skulu athugasemdir sendar á netfangið [email protected].

Mælitækjatilskipun (MID) Directive 2004/22/EC of the European Parliament and of the Council of 31 March 2004 on measuring instruments (Text with EEA relevance) var innleidd hér á landi með reglugerð nr. 465/2007. Í samræmi við 15. og 16. gr. tilskipunarinnar hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins nefndir sé til aðstoðar. Framkvæmdastjórnin hefur meðal annars nefnd um mælitæki sér til ráðgjafar, til dæmis vegna ákvæða um mestu leyfðu skekkjur mælitækja.

Þrátt fyrir nútíma tækni eru öll mælitæki háð skekkjum. Jafnan er gert ráð fyrir skekkju í reglum um mælingar með því að heimila tilgreindar mestu leyfðu skekkjur, eða maximum permissible errors, skammstafað MPE.


Álit nefndarinnar var að tryggja þyrfti betur en gert er nú í mælitækjatilskipuninni að ekki sé hætta á að mælitæki séu þannig gerð að hægt sé að nýta sér mestu leyfðu skekkju eða hygla kerfisbundið tilteknum aðila í viðskiptum.

Því var samþykkt tilskipun Commission Directive 2009/137/EC of 10 November 2009 amending Directive 2004/22/EC of the European Parliament and of the Council on measuring instruments in respect of exploitation of the maximum permissible errors, as regards the instrument-specific annexes MI-001 to MI-005 (Text with EEA relevance). Í tilskipuninni eru ákvæði til breytinga á mælitækjatilskipuninni til varnar óhóflega einhliða skekkjum mælitækja í veituþjónustu, þ.e. vatns-, raforku-, gas- og varmaorkumælum, auk söludæla fyrir eldsneyti.


Tilskipun 2009/137/EB hefur verið tekin inn í EES samninginn með ákvörðun sameiginlegu nefndarinnar nr. 49/2001. Hana þarf að innleiða með breytingu á reglugerð um um mælitæki, nr. 465/2007 með stoð í lögum um nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum