Hoppa yfir valmynd
30. desember 2011 Innviðaráðuneytið

Stefnur og straumar í rafrænum viðskiptum - Hvert stefnir Evrópa?

Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur, ITST, Danmörku:

Starfsvettvangur og helstu verkefni:

  • CEN/BII2: Evrópustaðlar fyrir rafræn skeyti
  • PEPPOL: Samræmd rafræn innkaup um alla Evrópu
  • NemHandel: Lausn Dana á rafrænum reikningum

XML viðskiptaskjöl: markmið ESB

ESB stefnir að því að koma á rafrænum viðskiptum sem byggja á XML/CEN/BII skeytasniði og svokölluðu fjögurra horna viðskiptalíkani. Það sem til þarf eru samræmdir skeytastaðlar, skilgreiningar á reikningi sem „allir“ geta stuðst við. Þjónustuaðilar verða að geta tengst hver öðrum og hægt verður að fletta upp viðskiptaaðilum um alla Evrópu.

ESB leggur einnig áherslu á að kalla eftir stöðluðum lausnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki (SME) til að gera þeim sem aðgengilegast að taka upp rafræn viðskipti.  PEPPOL styður við og hvetur til viðskipta á milli landa og í þeim tilgangi er stuðst við stöðluð viðskiptaskjöl í samantekt CEN/BII Staðlasamtaka Evrópu.

Það er alþekkt að flestir reikningar koma frá fáeinum stórum viðskiptavinum. Afgangurinn kemur frá mörgum smáum viðskiptavinum. Þetta má sýna sem veldisdreifingu á línuriti:

Peppol Cutoff pointStórir viðskiptavinir hafa hingað til fengið forgang á kostnað hinna smærri, sýnt með skurðpunkti (cut-off point) á línuritinu. Langur „hali“ er fyrir aftan skurðpunktinn. PEPPOL lækkar skurðpunktinn og færir hann aftar (styttir halann) með lausnum sem eru fjárhagslega aðgengilegar fyrir smærri fyrirtækin.

PEPPOL stuðlar að útgáfu tækniforskrifta, sem um leið fela í sér samkomulag um rafræn viðskipti á milli aðila. Fjárfesting í innviðum PEPPOL er endurnýtanleg, þ.e. uppsetning með fyrsta viðskiptavini gildir fyrir aðra líka. Markmiðið er að opna fyrir rafræn viðskipti við aðila í ESB. Það er ánægjulegt að sjá að ríki og borg hafa nú þegar veðjað á þennan kost.

Staðlaðar tækniforskriftir eins og tækniforskrift TS-135 frá Staðlaráði eru því lykillinn til að ná sambandi við alla viðskiptavini fyrirtækis með einföldum og ódýrum hætti. Nú þegar er til staðar tækniforskrift fyrir rafrænan reikning og unnið er að fleiri tækniforskriftum sem byggja á vinnu Staðlasamtaka Evrópu, CEN/BII.

Ávinningurinn er mikill og felst ekki aðeins í sparnaði á frímerkjum og pappír. Hagræðingu er helst að finna í endurskipulagningu vinnuferla innan fyrirtækis og í samskiptum fyrirtækja. Einnig er mikið öryggi sem fylgir rafrænum viðskiptum og hagræðing til langs tíma sem vegur margfalt á við upphaflegan kostnað. Fjölmörg dæmi eru til um þetta erlendis frá og ánægjulegt að sjá að dæmi um verulega hagræðingu eru einnig að verða til á Íslandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum