Hoppa yfir valmynd
31. desember 2011 Forsætisráðuneytið

Áramótaávarp forsætisráðherra  2011

Áramótaávarp forsætisráðherra  2011
Áramótaávarp forsætisráðherra 2011

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, kom víða við í áramótaávarpi sínu. Hún fjallaði meðal annars um áframhaldandi lífskjarasókn og miklilvægi jöfnuðar, stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og mótun framtíðarsýnar fyrir Ísland.

Í upphafi ávarps síns til þjóðarinnar nefndi forsætisráðherra ýmsa þætti þjóðlífsins sem bæri að gleðjast yfir og sagði í því sambandi: 

„Það er von mín og trú, að nú þegar mesta efnahagsháskanum hefur verið bægt frá, finni fólk í auknum mæli fyrir batnandi hag fjölskyldna og fyrirtækja. Kröftugur hagvöxtur hefur leyst samdrátt af hólmi og allar forsendur eru fyrir áframhaldandi lífskjarasókn hér á landi. Framtíð Íslands er björt ef vel verður á málum haldið.“

Forsætisráðherra fjallaði í áramótaávarpi sínu um auðlindamál, innleiðingu græns hagkerfis og stöðu Íslands í samstarfi þjóða á norðurslóðum. Hún talaði einnig um loftslagsbreytingar og nauðsyn þess að stemma stigu við þeim. Í framhaldi af því sagði forsætisráðherra:

„Meðal annars í ljósi alls þessa er afar mikilvægt að við metum á næstu misserum stöðu Íslands með tilliti til alþjóðlegrar þróunar næstu áratugi. Ég hef því ákveðið að fela hópi vísindamanna og sérfræðinga að kortleggja heildstætt, stöðu Íslands og sóknarfæri í víðu samhengi, svo sem á sviði umhverfismála, orkumála, efnahags- og atvinnumála, menntamála og á fleiri sviðum sem geta haft áhrif á stöðu og vöxt landsins til lengri tíma litið.

Ég mun tryggja  að slík vinna hefjist  nú í upphafi nýs árs þannig að við Íslendingar getum farið skipulega yfir tækifæri og ógnanir í alþjóðlegu samhengi og sett okkur markmið til þess að mæta þeim.“

Áramótaávarpið má nálagst í heild sinni hér á vefnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum