Velferðarráðuneytið

Tryggingastofnun ríkisins með besta opinbera vefinn

Besti ríkisvefurinn 2011
Besti ríkisvefurinn 2011

Vefur Tryggingastofnunar ríkisins tr.is var
útnefndur besti ríkisvefurinn í úttekt þar sem lagt var mat á 267 opinbera vefi hjá ríki og sveitarfélögum. Í niðurstöðu dómnefndar segir að vefurinn geymi gríðarlegt magn upplýsinga sem eru settar fram á skýran og aðgengilegan hátt. Þetta er í fjórða sinn sem slík úttekt fer fram.

Úttektin var gerð í lok árs 2011 og var lagt mat á innihald, nytsemi, aðgengi og þjónustu. Ráðgjafafyrirtækið Deliotte hf. sá um framkvæmd verkefnisins.

Í umsögn dómnefndar um vef Tryggingastofnunar segir: „Vefurinn tr.is geymir gríðarlegt magn upplýsinga sem settar eru fram á skýran og aðgengilegan hátt. Yfirlit á forsíðu er mjög skýrt og vel uppsett svo notendum vefsins veitist auðvelt að finna svör við spurningum sínum í öllum málaflokkum. Verkfæri vefsins eru einföld í notkun. Útlit vefsins er stílhreint og myndvinnsla vel útfærð með hverjum málaflokki. Viðmótið er hlýlegt og mannlegt.“

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn