Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2012 Dómsmálaráðuneytið

Athugasemd vegna aðsendrar greinar um gjafsókn í Morgunblaðinu

Vegna greinar Arnars Þórs Stefánssonar hæstaréttarlögmanns í Morgunblaðinu 28. janúar Aðgengi að dómstólum – gjafsókn og réttaraðstoðartryggingar þar sem segir meðal annars að mjög hafi verið þrengt að möguleikum fólks til að fá gjafsókn frá ríkinu vill innanríkisráðuneytið taka fram eftirfarandi.

Í desember 2010 var gerð sú breyting á reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar að fjárhæðarmörkum varðandi gjafsókn var breytt úr 1.600.000 og þau hækkuð í 2 milljónir króna. Í reglugerðinni kemur fram að við mat á því hvort gjafsókn verði veitt vegna efnahags umsækjanda skuli miða við að stofn til útreiknings tekjuskatts og útsvars og fjármagnstekjur nemi ekki hærri fjárhæð en samtals kr. 2.000.000. Sé umsækjandi í hjúskap eða sambúð ber að hafa hliðsjón af tekjum maka og skulu samanlagðar árstekjur ekki nema hærri fjárhæð en sem nemur kr. 3.000.000. Þegar umsækjandi er yngri en 18 ára skal höfð hliðsjón af samanlögðum tekjum foreldra. Hækka skal viðmiðunarmörk tekna um kr. 250.000 fyrir hvert barn undir 18 ára aldri, þ.m.t. stjúp- og fósturbörn, sem búa hjá umsækjanda eða hann elur að mestum hluta önn fyrir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum