Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2012 Utanríkisráðuneytið

Sameiginleg ræða Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um ástandið í Sýrlandi á sérstökum fundi ,,Vina Sýrlands" í Túnis

Syria-map
Kort af Sýrlandi

Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur, flutti sameiginlega ræðu fyrir hönd allra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um ástandið í Sýrlandi á sérstökum fundi ,,Vina Sýrlands" sem haldinn var í dag í Túnis. Þar  fordæma Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin valdbeitingu sýrlenskra stjórnvalda gegn óbreyttum borgurum. Í ræðunni er lýst áhyggjum vegna ástandsins í Sýrlandi, sem fari versnandi dag frá degi, og þess krafist að skipulögðum mannréttindabrotum stjórnvalda linni. Bashar Assad, Sýrlandsforseti, er jafnframt hvattur til að víkja til að hægt sé að tryggja frið í landinu. Var þess m.a. krafist á fundinum að sýrlensk stjórnvöld heimiluðu þegar í stað mannúðaraðstoð til handa óbreyttum borgurum sem eiga um sárt að binda vegna hernaðaraðgerða stjórnvalda. Mikilvægt sé að þjóðir heims vinni að friðsamlegri lausn málsins og eru stjórnvöld í Kína og Rússlandi, sem nýverið beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ gegn ályktun um málefni Sýrlands, sérstaklega hvött til að taka þátt í því starfi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum