Hoppa yfir valmynd
28. febrúar 2012 Dómsmálaráðuneytið

Breytingar á skipan réttarfarsnefndar

Breytingar hafa verið gerðar á skipan réttarfarsnefndar sem hefur það hlutverk að vera ráðherra til ráðgjafar á sviði réttarfars.

Nefndin er þannig skipuð:  Eiríkur Tómasson, dómari við Hæstarétt Íslands, sem jafnframt er formaður, Hjördís Hákonardóttir, fyrrverandi dómari við Hæstarétt Íslands, Ása Ólafsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, Ragnheiður Harðardóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Skipunartími er frá og með 25. febrúar 2012 til og með 24. febrúar 2017.

Réttarfarsnefnd á fundi 28. febrúar 2012.











Réttarfarsnefnd með innanríkisráðherra, starfsmanni nefndarinnar og tengilið ráðuneytisins við nefndina: F.v. Benedikt Bogason, Hjördís Hákonardóttir, Ögmundur Jónasson, Bryndís Helgadóttir, Eiríkur Tómasson, Ragnheiður Harðardóttir og Ása Ólafsdóttir.

Helstu verkefni nefndarinnar eru að:

  • vera innanríkisráðherra til ráðgjafar um samningu frumvarpa og annarra reglna á sviði réttarfars,
  • semja frumvörp og aðrar reglur að beiðni ráðherra á því sviði og í samræmi við áætlun og áherslur ráðherra,
  • veita umsagnir um frumvörp og aðrar tillögur er varða réttarfar.

Starfsmaður nefndarinnar er Benedikt Bogason, settur dómari við Hæstarétt Íslands. Tengiliður ráðuneytisins við nefndina er Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum