Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2012 Utanríkisráðuneytið

Opinn fundur um Ríó+20 ráðstefnuna um sjálfbæra þróun

Ríó+20
Ríó+20

Opinn fundur um Ríó+20 ráðstefnuna um sjálfbæra þróun

Mánudaginn 16. apríl nk. er boðað til opins fundar um Ríó+20 ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem fram fer í Rio de Janeiro í júní. Að fundinum standa utanríkisráðuneyti, umhverfisráðuneyti, Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir, Alþjóðamálastofnun og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Yfirskrift fundarins er „Leiðin til Ríó: Sjálfbær þróun og tækifæri græns hagkerfis“ en á ráðstefnunni verður áhersla m.a. lögð á endurnýjuð pólitísk heit og græna hagkerfið sem leið að sjálfbærri þróun. Fundarstjóri verður Dr. Guðrún Pétursdóttir. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, sem leiða mun íslensku sendinefndina í sumar, mun ávarpa fundinn og taka þátt í pallborðsumræðum.

Auk hennar flytja erindi Auður Ingólfsdóttir sviðstjóri á félagsvísindasviði Háskólans á Bifröst undir yfirskriftinni „Hverju breytti Ríófundurinn '92 – hin grýtta leið frá hugmyndum til breyttrar hegðunar“, Ragnheiður Elfa Þorsteindóttir frá utanríkisráðuneytinu gefur innsýn í undirbúning Íslands og samningaviðræður vegna Ríó+20, Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson framkvæmdastjóri Marorku flytur erindi um tækifæri græns atvinnulífs og  Lúðvík E. Gústafsson um Ríó+20 og sjálfbæra þróun frá sjónarhóli sveitarfélaganna. Skúli Helgason formaður nefndar Alþingis um græna hagkerfið flytur erindi og loks mun Árni Finnson fara yfir væntingar frjálsra félagasamtaka til Ríó+20.

Í lok fundarins munu fara fram pallborðsumræður með þátttöku allra stjórnmálaflokka.

Fundurinn fer fram í stofu 101 í Odda í Háskóla Íslands, frá klukkan 09:00-12:15.

Dagskrá má sjá hér

Nánari upplýsingar um Ríó+20 má nálgast hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum