Hoppa yfir valmynd
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Óskað umsagna um ný viðmið um aðgengi fyrir blinda, sjónskerta o.fl. að opinberum vefjum

Innanríkisráðuneytið óskar umsagna við tillögu þess efnis að ný viðmið taki gildi til að tryggja aðgengi að opinberum vefjum, m.a. fyrir blinda, sjónskerta og aðra sem þurfa að nota hjálpartæki við lestur efnis og notkun vefja. Í tillögunni, sem fylgir nýjum viðmiðum alþjóðlegu staðlasamtakanna W3C og kallast WCAG 2.0, er lagt til  að innleiðingu viðmiðanna hér á landi ljúki fyrir árslok 2016.   

Einnig er leitað umsagna við drög að uppfærðri handbók um opinbera vefi, sem vistuð er á ut-vefnum, vef innanríkisráðuneytisins um upplýsingatækni. Um er að ræða 2. kafla handbókarinnar sem fjallar um aðgengismál. Handbókin tekur mið af ofangreindum aðgengismarkmiðum og leiðbeiningum sem settar hafa verið fram í tengslum við gæðakönnunina „Hvað er spunnið í opinbera vefi?“.

Óskað er eftir því að umsagnir og/eða ábendingar berist í gegnum umræðu á wiki-formi á slóðinni http://frelsi.ut.is/vefhandbok/.  Notendur skrá þar inn netfang sitt í nýskráningu og fá þar tækifæri til að koma með athugasemdir um WCAG 2.0 AA og þá 12 kafla sem eru til umfjöllunar í nýjum aðgengiskafla vefhandbókarinnar. Opið verður fyrir athugasemdir og ábendingar varðandi ofangreind atriði til 1. maí nk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira