Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

5. fundur nefndar um flutning á málefnum aldraðra til sveitarfélaga

  • Fundarstaður: Velferðarráðuneyti, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, R – Verið 3. hæð.
  • Fundartími:      Föstudagur 27. apríl 2012, kl. 10:30 – 12:00

Nefndarmenn:

  • Bolli Þór Bollason formaður, skipaður af velferðarráðherra,
  • Unnar Stefánsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
  • Ellý Alda Þorsteinsdóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Berglind Magnúsdóttir, tiln. af Öldrunarráði Íslands
  • Harpa Ólafsdóttir, tiln. af Eflingu - stéttarfélagi
  • Helga Atladóttir, tiln. af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
  • Steingrímur Ari Arason, skipaður af velferðarráðherra.
  • Eyjólfur Eysteinsson, tiln. af Landssambandi eldri borgara
  • Eiríkur Björn Björgvinsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Kristín Á. Guðmundsdóttir, tiln. af SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands
  • Hlynur Hreinsson, tiln. af fjármálaráðuneyti
  • Gísli Páll Pálsson, tiln. af Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu
  • Fjarverandi:     Ólafur Þór Gunnarsson, tiln. af samstarfsnefnd um málefni aldraðra,
  • Stefanía Traustadóttir, tiln. af  innanríkisráðuneyti

Aðrir fundarmenn: Sigurður Helgason, ráðgjafi, Bryndís Þorvaldsdóttir, Ágúst Þór Sigurðsson, Hermann Bjarnason og Einar Njálsson.

Fundarefni

1.      Nýr fulltrúi í nefndinni.

Ellý Alda Þorsteinsdóttir var boðin velkomin til starfa í nefndinni en hún tekur sæti Stellu K. Víðisdóttur sem er í leyfi.

2.      Fundargerð síðasta fundar.

Fundargerðin var samþykkt með leiðréttingu.

3.      Tímaáætlun tilfærslunnar.

Formaður greindi frá fundi sínum og E.Nj. með velferðarráðherra þar sem meðal annars var rætt um tímaáætlun verkefnisins. Samþykkt var að vinna út frá því að tilfærslan geti átt sér stað formlega 1. janúar 2014. Þessi dagsetning er þó háð þeim fyrirvara að það takist að afgreiða nauðsynleg lög frá Alþingi á vorþingi 2013. 

Í umræðum var lögð áhersla á að sem fyrst yrði lagt fram í nefndinni minnisblað um stöðu viðræðna um uppgjör lífeyrisskuldbindinga.

Ennfremur kom fram að stefnt er að því að ganga frá sameiginlegri viljayfirlýsingu ríkis og sveitarfélaga um yfirfærsluna í október/nóvember 2012.

4.      Skipan óformlegra sérfræðiteyma kynnt.

E.Nj. kynnti listann sem var samþykktur. Lögð verður áhersla á að sérfræðiteymin hefji stöf sem allra fyrst. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum