Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

900 sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun auglýsa 500 sumarstörf fyrir námsmenn laus til umsóknar í átaksverkefni ráðuneyta og stofnana þeirra. Sveitarfélög bjóða einnig sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur á grundvelli verkefnisins og eru störf á þeirra vegum um 400.

Opnað verður fyrir umsóknir á vef Vinnumálastofnunar mánudaginn 30. apríl. Á heimasíðu Vinnumálastofnunnar er einnig hægt að finna yfirlit yfir þau sveitarfélög sem bjóða um 400 sumarstörf fyrir námsmenn og atvinnuleitendur á grunni þessa verkefnis.

Ráðningartíminn er tveir mánuðir í júní og júlí. Skilyrði fyrir ráðningu námsmanna er að þeir séu á milli anna í námi en atvinnuleitendur þurfa að vera á skrá Vinnumálastofnunar með staðfestan bótarétt. Frestur til að sækja um störf er til 14. maí. Stefnt er að því að ljúka ráðningum um miðjan maí.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum