Hoppa yfir valmynd
24. maí 2012 Innviðaráðuneytið

Fundur SUT og ICEPRO um viðskiptamiðjur

Um daginn hélt ICEPRO fund með SUT, Samtökum upplýsingatæknifyrirtækja. 20 manns sóttu fundinn, en dagskráin snerist um samræmingu rafrænna viðskipta og var á þessa leið:

  • Viðskiptatækifæri og ógnir hugbúnaðarhúsa og þjónustuaðila
  • Hvaða stefnu unnið er eftir á Íslandi í dag - hvert stefnir Evrópa
  • Hvaða verkefni eru í gangi og hver eru markmið þeirra
  • Miðlæga skrá um viðskiptaaðila - af hverju og hvernig
  • Hlutverk ríkis, sveitarfélaga, upplýsingatæknifyrirtækja og fyrirtækja almennt í þessari þróun
  • Lög og reglugerðir - eru þau vandamál?

Sagt var frá CEN/BII og PEPPOL evrópsku verkefnunum sem Íslendingar eru þátttakendur í. Með því að hafa staðlana einfalda er hægt að ná niður kostnaði við innleiðingu. Litlum fyrirtækjum er gert kleift að nýta sér staðlana og ná fram hagræði af rafrænum viðskiptum.

Einföldun samþykktarkerfa er hluti af hagræðingunni. Rætt var um UNSPSC vöruflokkunarkerfið og samkomulag um notkun þess á Íslandi. Með rafrænni pöntun má gefa út rafrænan reikning nánast sjáfkrafa og um leið stýra bókuninni.

Rætt var um sameiginlega viðskiptamiðju á Íslandi og samkomulag íslenskra þjónustuaðila. Einnig var rætt um nauðsyn þess að endurnýja íslensku bókhaldslögin og fjallað um nýja tilskipun ESB um jafna stöðu pappírsskjala og rafskjala. Ákveðið var að stofna vinnuhópa um viðskiptamiðju og lagaatriði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum